Hafnaði því að hafa vísvitandi leynt góðkynja æxli og fær tíu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 11:27 Líftryggingamiðstöðin heyrir undir tryggingafélagið TM. VÍSIR/rAKEL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun desember tryggingafélagið Líftryggingamiðstöðina, sem heyrir undir TM, til að greiða konu tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingu sem hún var með hjá félaginu. Konan greindist með krabbamein rúmum þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Félagið sakaði hana um að hafa vísvitandi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um heilsufar sitt við umsókn um trygginguna og sagði henni upp. Málið er rakið í dómi héraðsdóms sem birtur var í gær. Konan sótti um sjúkdómatryggingu hjá félaginu sumarið 2016 eftir að tryggingaráðgjafi hringdi í hana til að bjóða henni að kaupa tryggingu. Í umsókninni var vátryggingarfjárhæð tilgreind tíu milljónir króna. Þá svaraði hún því neitandi á eyðublaðinu að hafa nú eða áður greinst með „krabbamein eða aðra illkynja sjúkdóma/vandamál, frumubreytingar eða vöxt, æxli, blóð- eða eitlasjúkdóma eða góðkynja heilaæxli.“ Líftryggingamiðstöðin samþykkti umsóknina í september 2016 fyrir tímabilið 12. september það ár til 31. maí 2017. Höfðaði mál eftir úrskurð Konan greindist með illkynja mein rétt fyrir jól 2016. Hún gekkst svo undir aðgerðir vegna meinsins í janúar 2017. Konan tilkynnti tjón sitt til tryggingafélagsins í desember 2016 og janúar 2017. Með bréfi í maí 2017 var henni tilkynnt að félagið hafnaði bótaskyldu og að tryggingunni væri þar með sagt upp. Vísað var til þess að ekki yrði annað séð en að rangar upplýsingar hefðu vísvitandi verið gefnar í umsókn hennar, konan hefði greinst með góðkynja æxli árið 2010, og vísað til spurningarinnar sem getið var áður. Úrskurðarnefnd tryggingamála komst að þeirri niðurstöðu að félaginu hefði verið heimilt að hafna bótaskyldu en konan undi því ekki og höfðaði mál. Þá byggði tryggingafélagið sýknukröfu sína einkum á því að krabbameinsrannsókn hefði hafist á konunni áður en þrír mánuðir voru liðnir frá því að tryggingin tók gildi. Taldi sig ekki þurfa að tilgreina góðkynja hnúta Konan byggði mál sitt m.a. á því að hún hefði veitt félaginu upplýsingar um heilsufar sitt eftir bestu samvisku og í samræmi við orðalag umsóknareyðublaðsins. Hún vísaði fullyrðingum félagsins um annað alfarið á bug og áréttaði að félaginu hefði verið veittar víðtækar heimildir til að afla frekari gagna og upplýsinga um heilsufar hennar. Hún hefði jafnframt ekki leitað lækna vegna krabbameins eða annarra illkynja sjúkdóma, auk þess sem tryggingaráðgjafi hefði beinlínis ráðlagt henni að svara umræddri spurningu neitandi. Þessi fullyrðing konunnar fékk þó ekki stoð í gögnum málsins, að mati dómsins. Hún hefði staðið í þeirri trú að ekki væri þörf á að tilgreina sérstaklega að hún hefði gengist undir rannsóknir árin 2011-2013. Konan greindist þar með „góðkynja hnúta“, samkvæmt dómi, en illkynja meinið sem málið fjallar um var á öðrum stað í líkama konunnar. Burtséð frá „rangri og misvísandi ráðgjöf tryggingaráðgjafans“ hefði upplýsingagjöf konunnar verið í samræmi við það sem óskað var eftir í eyðublaðinu. Miðað við orðalagið hefði ekki verið óskað sérstaklega eftir upplýsingum um það hvort konan hefði verið rannsökuð vegna góðkynja æxlis, annars staðar en í heila. Tryggingafélagið verði að bera hallann af vafa um merkingu spurningarinnar. Einnig benti konan á að tryggingaráðgjafinn hefði ítrekað haft samband við hana símleiðis og „boðið henni ýmis gylliboð“. „Sviksamleg vanræksla“ ósönnuð Dómurinn hafnaði því að konan hefði greinst með krabbamein innan við þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Þó að ómskoðun hefði leitt í ljós hnúta í byrjun desember 2016 hefði meinið ekki greinst fyrr en um tíu dögum síðar, þegar þrír mánuðir voru vissulega liðnir. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að spurningin á eyðublaðinu hefði ekki verið nógu skýr. Sú staðreynd að sérstaklega hefði verið tiltekið „góðkynja heilaæxli“ styðji skilning konunnar. Ósannað væri að konan hefði sviksamlega vanrækt upplýsingaskyldu sína og félagið yrði að bera hallann af því. Fallist var að endingu á kröfu konunnar og Líftryggingamiðstöðin dæmd til að greiða konunni tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingunni. Málskostnaður var látinn falla niður og allur gjafsóknarkostnaður konunnar, 1,4 milljónir króna, greiddist úr ríkissjóði. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Konan greindist með krabbamein rúmum þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Félagið sakaði hana um að hafa vísvitandi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um heilsufar sitt við umsókn um trygginguna og sagði henni upp. Málið er rakið í dómi héraðsdóms sem birtur var í gær. Konan sótti um sjúkdómatryggingu hjá félaginu sumarið 2016 eftir að tryggingaráðgjafi hringdi í hana til að bjóða henni að kaupa tryggingu. Í umsókninni var vátryggingarfjárhæð tilgreind tíu milljónir króna. Þá svaraði hún því neitandi á eyðublaðinu að hafa nú eða áður greinst með „krabbamein eða aðra illkynja sjúkdóma/vandamál, frumubreytingar eða vöxt, æxli, blóð- eða eitlasjúkdóma eða góðkynja heilaæxli.“ Líftryggingamiðstöðin samþykkti umsóknina í september 2016 fyrir tímabilið 12. september það ár til 31. maí 2017. Höfðaði mál eftir úrskurð Konan greindist með illkynja mein rétt fyrir jól 2016. Hún gekkst svo undir aðgerðir vegna meinsins í janúar 2017. Konan tilkynnti tjón sitt til tryggingafélagsins í desember 2016 og janúar 2017. Með bréfi í maí 2017 var henni tilkynnt að félagið hafnaði bótaskyldu og að tryggingunni væri þar með sagt upp. Vísað var til þess að ekki yrði annað séð en að rangar upplýsingar hefðu vísvitandi verið gefnar í umsókn hennar, konan hefði greinst með góðkynja æxli árið 2010, og vísað til spurningarinnar sem getið var áður. Úrskurðarnefnd tryggingamála komst að þeirri niðurstöðu að félaginu hefði verið heimilt að hafna bótaskyldu en konan undi því ekki og höfðaði mál. Þá byggði tryggingafélagið sýknukröfu sína einkum á því að krabbameinsrannsókn hefði hafist á konunni áður en þrír mánuðir voru liðnir frá því að tryggingin tók gildi. Taldi sig ekki þurfa að tilgreina góðkynja hnúta Konan byggði mál sitt m.a. á því að hún hefði veitt félaginu upplýsingar um heilsufar sitt eftir bestu samvisku og í samræmi við orðalag umsóknareyðublaðsins. Hún vísaði fullyrðingum félagsins um annað alfarið á bug og áréttaði að félaginu hefði verið veittar víðtækar heimildir til að afla frekari gagna og upplýsinga um heilsufar hennar. Hún hefði jafnframt ekki leitað lækna vegna krabbameins eða annarra illkynja sjúkdóma, auk þess sem tryggingaráðgjafi hefði beinlínis ráðlagt henni að svara umræddri spurningu neitandi. Þessi fullyrðing konunnar fékk þó ekki stoð í gögnum málsins, að mati dómsins. Hún hefði staðið í þeirri trú að ekki væri þörf á að tilgreina sérstaklega að hún hefði gengist undir rannsóknir árin 2011-2013. Konan greindist þar með „góðkynja hnúta“, samkvæmt dómi, en illkynja meinið sem málið fjallar um var á öðrum stað í líkama konunnar. Burtséð frá „rangri og misvísandi ráðgjöf tryggingaráðgjafans“ hefði upplýsingagjöf konunnar verið í samræmi við það sem óskað var eftir í eyðublaðinu. Miðað við orðalagið hefði ekki verið óskað sérstaklega eftir upplýsingum um það hvort konan hefði verið rannsökuð vegna góðkynja æxlis, annars staðar en í heila. Tryggingafélagið verði að bera hallann af vafa um merkingu spurningarinnar. Einnig benti konan á að tryggingaráðgjafinn hefði ítrekað haft samband við hana símleiðis og „boðið henni ýmis gylliboð“. „Sviksamleg vanræksla“ ósönnuð Dómurinn hafnaði því að konan hefði greinst með krabbamein innan við þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Þó að ómskoðun hefði leitt í ljós hnúta í byrjun desember 2016 hefði meinið ekki greinst fyrr en um tíu dögum síðar, þegar þrír mánuðir voru vissulega liðnir. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að spurningin á eyðublaðinu hefði ekki verið nógu skýr. Sú staðreynd að sérstaklega hefði verið tiltekið „góðkynja heilaæxli“ styðji skilning konunnar. Ósannað væri að konan hefði sviksamlega vanrækt upplýsingaskyldu sína og félagið yrði að bera hallann af því. Fallist var að endingu á kröfu konunnar og Líftryggingamiðstöðin dæmd til að greiða konunni tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingunni. Málskostnaður var látinn falla niður og allur gjafsóknarkostnaður konunnar, 1,4 milljónir króna, greiddist úr ríkissjóði.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira