Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 21:36 Hér má sjá mynd af einni skriðu sem tekin var síðdegis. Davíð Kristinsson Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39