Bergrún og Hilmar valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:50 Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson eru íþróttafólk ársins. Youtube/ ParaSport Iceland Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube
Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira