Þetta er ótrúlega erfitt andlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 16:00 Ragnheiður var orðin frekar þreyttur á að gera æfingar heima í stofu. Vísir/Bára Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna í handbolta, gæti ekki verið ánægðari með að vera byrjuð að æfa á nýjan leik. Hún viðurkenndi að heimaæfingar hafi verið orðnar þreyttar og stundum hafi hún varla nennt að æfa. „Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
„Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira