Fær ekki bætur eftir að hann datt ofan í 1,7 metra djúpa gryfju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 21:58 Maðurinn féll ofan í 1,7 metra gryfju á vinnustað sínum og hlaut talsverðan skaða af. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum manns sem hafði í október 2016 runnið ofan í 173 sentímetra djúpa viðgerðargryfju í húsnæði Frumherja, sem hann starfaði hjá, og hlotið af því talsverðan skaða. Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent