Vinnan gerir vistina þægilegri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 14. desember 2020 18:01 „Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
„Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar