Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 18:03 Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum. EPA/YURI KOCHETKOV Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. Fimm aðrir menn á vegum FSB eru sagðir hafa stutt mennina þrjá og einhverjir þeirra fóru jafnvel einnig til Omsk, þar sem Navalní var lagður inn á sjúkrahús. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Rannsóknarteymið mun hafa komist yfir mikið magn síma- og ferðagagna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní sjálfur hefur staðhæft að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beri ábyrgð á tilræðinu. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka þó fyrir það. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í síðasta mánuði að ekkert eitur hefði fundist í Navalní, þegar hann var á sjúkrahúsi þar, og að líklegast hafi taugaeitrið borist í hann þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Sjá einnig: Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Útsendarar FSB eru sagðir hafa byrjað að fylgja Navalní árið 2017, þegar hann tilkynnti fyrst að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Rússlands. Gögn sýna að síðan þá hafi meðlimir sveitar FSB, sem sérhæfa sig í meðhöndlun eiturefna, hafa elt Navalní og minnst þrjátíu sinnum hafa meðlimir sveitarinnar deilt flugvél með honum. Áðurnefnd rannsókn sýndi fram á að margir mannanna sem hafa verið að fylgjast með Navalní starfa hjá rannsóknarstofnun FSB, þar sem talið er að eitur séu þróuð, samkvæmt frétt Guardian. Bellingcat segir að þar séu eiturefni þróuð og að í raun hafi efnavopnaáætlun Rússlands verið færð undir stofnunina í leyni. Henni sé stýrt af sérfræðingi í efnavopnum og þar starfi aðrir sérfræðingar, læknar og njósnarar. Stofnunin tengd við morð Litvinenko Yfirvöld í Bretlandi höfðu árið 2016 tengt þá stofnun við morð Alexander Litvinenko, fyrrverandi útsendarar FSB sem var myrtur í London árið 2006 með geislavirku tei. Bretar hafa rakið morðið til Pútíns og hafa sakað tvo útsendara FSB um það. Þá hafa Bretar einnig sakað tvo útsendara GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, um að hafa eitrað fyrir öðrum fyrrverandi starfsmanni GRU, Sergei Skripal, í Salisbury árið 2018. Þá komust rannsakendur Bellingcat að þeirri niðurstöðu að mennirnir tveir störfuðu hjá GRU, og var það svo staðfest af yfirvöldum Bretlands. Navalní hefur tjáð sig um rannsóknina í löngu myndbandi á Youtube. Þar segir hann að svona aðgerð gæti ekki verið framkvæmd án samþykkis Pútíns. Hann segir einnig í myndbandinu að hann telji sig nú vita hvenær eitrað var fyrir honum. Kvöldið áður en hann veiktist hafði hann fengið sér kokteil á hóteli en þótt bragðið af honum svo undarlegt að hann tók einungis nokkra sopa. Samkvæmt miðlunum sem koma að rannsóknin sína símagögn að það kvöld áttu þessir meintu útsendarar FSB í miklum samskiptum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Fimm aðrir menn á vegum FSB eru sagðir hafa stutt mennina þrjá og einhverjir þeirra fóru jafnvel einnig til Omsk, þar sem Navalní var lagður inn á sjúkrahús. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Rannsóknarteymið mun hafa komist yfir mikið magn síma- og ferðagagna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní sjálfur hefur staðhæft að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beri ábyrgð á tilræðinu. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka þó fyrir það. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í síðasta mánuði að ekkert eitur hefði fundist í Navalní, þegar hann var á sjúkrahúsi þar, og að líklegast hafi taugaeitrið borist í hann þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Sjá einnig: Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Útsendarar FSB eru sagðir hafa byrjað að fylgja Navalní árið 2017, þegar hann tilkynnti fyrst að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Rússlands. Gögn sýna að síðan þá hafi meðlimir sveitar FSB, sem sérhæfa sig í meðhöndlun eiturefna, hafa elt Navalní og minnst þrjátíu sinnum hafa meðlimir sveitarinnar deilt flugvél með honum. Áðurnefnd rannsókn sýndi fram á að margir mannanna sem hafa verið að fylgjast með Navalní starfa hjá rannsóknarstofnun FSB, þar sem talið er að eitur séu þróuð, samkvæmt frétt Guardian. Bellingcat segir að þar séu eiturefni þróuð og að í raun hafi efnavopnaáætlun Rússlands verið færð undir stofnunina í leyni. Henni sé stýrt af sérfræðingi í efnavopnum og þar starfi aðrir sérfræðingar, læknar og njósnarar. Stofnunin tengd við morð Litvinenko Yfirvöld í Bretlandi höfðu árið 2016 tengt þá stofnun við morð Alexander Litvinenko, fyrrverandi útsendarar FSB sem var myrtur í London árið 2006 með geislavirku tei. Bretar hafa rakið morðið til Pútíns og hafa sakað tvo útsendara FSB um það. Þá hafa Bretar einnig sakað tvo útsendara GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, um að hafa eitrað fyrir öðrum fyrrverandi starfsmanni GRU, Sergei Skripal, í Salisbury árið 2018. Þá komust rannsakendur Bellingcat að þeirri niðurstöðu að mennirnir tveir störfuðu hjá GRU, og var það svo staðfest af yfirvöldum Bretlands. Navalní hefur tjáð sig um rannsóknina í löngu myndbandi á Youtube. Þar segir hann að svona aðgerð gæti ekki verið framkvæmd án samþykkis Pútíns. Hann segir einnig í myndbandinu að hann telji sig nú vita hvenær eitrað var fyrir honum. Kvöldið áður en hann veiktist hafði hann fengið sér kokteil á hóteli en þótt bragðið af honum svo undarlegt að hann tók einungis nokkra sopa. Samkvæmt miðlunum sem koma að rannsóknin sína símagögn að það kvöld áttu þessir meintu útsendarar FSB í miklum samskiptum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28
Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent