Segir ríkisstjórnina keyra í gegn stefnu um málefni trans fólks án umræðu í samfélaginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 18:30 „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur. Vísir/Vilhelm „Ef fólk getur sjálft skilgreint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum, kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum sem mikið eru ræddar víða annars staðar var ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í gegn.“ Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þannig spyr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í pistli sem birtist á heimasíðu hans í dag. Þar fjallar hann meðal annars um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum trans fólks. Sigmundur segir stjórnvöld hafa innleitt lög um kynrænt sjálfræði án nokkurrar umræðu í samfélaginu og án þess að áhrif málsins lægju fyrir. Nú eigi að halda áfram og fyrir liggi ný frumvörp þar sem meðala annars eigi að „taka orðin „móðir“ og „kvenmaður“ úr lögum. Orð sem þóttu jákvæð og falleg.“ Ríkisstjórn Íslands vilji leggja bann við aðkomu foreldra og lækna Upplagið að pistlinum er mál sem fór fyrir hæstarétt Bretlands, þar sem ung kona sagðist hafa verið látin fara í gegnum kynleiðréttingarferlið sem barn, sem hefði skaðað sig fyrir lífstíð. „Dómstóllinn tók undir þá afstöðu [Keiru Bell] að börn hefðu ekki þroska til að taka slíkar ákvarðanir og að ekki ætti að setja þau í þá stöðu. Í tilviki 16 og 17 ára barna væri eðlilegt að fara fram á dómsúrskurð áður en ráðist yrði í lyfjagjöf og aðgerðir sem enn er óljóst hvaða áhrif muni hafa til langs tíma,“ segir Sigmundur. Þá segir hann að ólíkt niðurstöðu dómstólsins um að börn skuli njóta leiðsagnar fullorðinna leggi „ríkisstjórn Íslands nú til að lagt verði bann við því að foreldrar eða læknar taki ákvörðun um aðstoð við börn sem fæðast með svokölluð ódæmigerð kyneinkenni.“ Umræddar aðgerðir hafi verið algengar og mörg hundruð börn fengið slíkar lækningar á undanförnum árum og áratugum. Fá bágt fyrir að spyrja spurninga „Ímyndarstjórnmál samtímans eru til þess fallin að fordæma og þagga niður alla umræðu um svona mál,“ segir Sigmundur og rekur það hvernig margir hafi fengið bágt fyrir að vekja upp spurningar um þróun mála, til dæmis femínistar sem séu uppnefndar „terfur“ en það stendur fyrir Trans Exclusionary Radical Feminist. „Meðal frægustu fórnarlamba slíkra árása er breski rithöfundurinn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hefur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu herferð sem rekin hefur verið gegn henni en aðrar konur hafa misst vinnuna og mátt þola útskúfun fyrir að ræða þessi mál.“ Þá vísar hann einnig til afstöðu LGB Alliance, sem bendi á að sum þeirra barna sem fólk vill meina að séu trans gætu orðið samkynhneigð og hamingjusöm. „Hví þá að setja þau í lyfjameðferð og aðgerð? Samtökin benda á að við séum aftur komin á þann stað að samkynhneigð krefjist leiðréttingar.“ Pistill Sigmundar í heild.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni transfólks Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira