Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 09:36 FKA twigs. Getty/Frazer Harrison Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“ Hollywood Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að tónlistarkonan hefði kært fyrrverandi kærastann sinn, leikarann Shia LeBeouf, fyrir heimilisofbeldi. Fljótlega eftir að fréttir bárust af kærunni tjáði hún sig á Twitter-reikningi sínum um málið og sagðist skilja að þetta gæti komið fólki á óvart. „Ég hef ákveðið að það sé mikilvægt fyrir mig að tala um þetta og reyna að hjálpa fólki að skilja að þegar þú ert undir þvingaðri stjórn geranda eða verður fyrir ofbeldi í nánu sambandi, þá upplifir maður að það sé ekki öruggt eða raunhæfur möguleiki að fara frá viðkomandi,“ skrifar FKA twigs. it may be surprising to you to learn that i was in an emotionally and physically abusive relationship. it was hard for me to process too, during and after i never thought something like this would happen to me.— FKA twigs (@FKAtwigs) December 11, 2020 Hún segir það kvíðvænlegt að hugsa til þess að til þess að mörg fórnarlömb heimilisofbeldis séu föst með geranda sínum á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og samneyti fólks við aðra er takmarkað. Hún segir það næst versta sem hún geti hugsað sér sé að segja frá ofbeldinu. Það eina sem sé verra er að segja engum frá og hugsa til þess að hún hefði getað hjálpað einhverjum. Shia LeBeouf.Getty/Rachel Luna „Ótæpilegt“ líkamlegt og andlegt ofbeldi Tónlistarkonan lýsir því í kærunni að LeBeouf hafi ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi sem og líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann hafi jafnframt viljandi smitað hana af kynsjúkdómi. Lögmaður FKA twigs segir leikarann ítrekað hafa beitt fyrrverandi kærustur sínar ofbeldi. Upphaflega hafi staðið til að reyna leysa málið án aðkomu dómstóla gegn því að hann myndi leita sér aðstoðar en hann hafi ekki verið tilbúinn til að samþykkja það. Stílistinn Karolyn Pho, fyrrverandi kærasta leikarans, er einnig nefnd í ákærunni sem fórnarlamb. Þá hefur söngkonan Sia einnig stigið fram og lýst yfir stuðningi við FKA twigs, en hún greindi frá því á Twitter að LeBeouf hefði átt í ástarsambandi við hana og logið því að hann væri einhleypur. „Ég hef einnig lent í því að hafa verið særð vegna Shia, sem er sjúkur lygari, og blekkti mig í ástarsamband með því að segjast vera einhleypur. Ég held að hann sé mjög veikur og hef samúð með honum og fórnarlömbum hans,“ skrifar Sia. I too have been hurt emotionally by Shia, a pathological liar, who conned me into an adulterous relationship claiming to be single. I believe he's very sick and have compassion for him AND his victims. Just know, if you love yourself- stay safe, stay away. https://t.co/2NNEj9w8b1— sia (@Sia) December 13, 2020 Leikarinn tjáði sig stuttlega um málið í samtali við New York Times. Þar sagðist hann ekki vera í neinni stöðu til þess að tjá sig um hvernig hegðun hans hafði áhrif á annað fólk. Hann væri að glíma við alkahólisma en það afsakaði ekkert. „Ég hef engar afsakanir fyrir alkahólisma mínum eða yfirgangssemi, bara réttlætingar. Ég hef beitt mig og alla í kringum mig ofbeldi í mörg ár. Ég hef sært fólkið sem stendur mér næst. Ég skammast mín fyrir þá forsögu og bið alla þá sem ég hef sært afsökunar. Það er ekkert annað sem ég get sagt.“
Hollywood Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira