Bietigheim fékk þá Wilhelmshavener í heimsókn og tóku heimamenn fljótt öll völd á vellinum.
Aron Rafn lokaði rammanum og fékk aðeins á sig sex mörk í fyrri hálfleiknum en staðan í leikhléi var 15-6, Bietigheim í vil.
Fór að lokum svo að Bietigheim vann öruggan sjö marka sigur, 25-18.
Aron Rafn stóð allan tímann í markinu og varði ellefu skot.