Staðfestir það sem samtökin óttuðust Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2020 18:56 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir/Arnar Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. „Þessi skýrsla staðfestir það sem við óttuðumst, að rekstrarvandi fyrirtækjanna breytist í skuldavanda ef ekkert er að gert. Það eru um tveir þriðju fyrirtækjanna sem glíma við ósjálfbæran skuldavanda upp úr þessu áfalli og það er mjög erfið staða,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þýðir það að tveir þriðju fyrirtækja stefna í þrot á næsta ári? „Það þýðir að tveir þriðju fyrirtækja munu eiga mjög erfitt með að vinna sig upp úr ástandinu. Einhver þeirra munu fara í þrot. Önnur þurfa á innspýtingu á eiginfjármagni að halda eða eftirgjöf skulda eða lengingu í skuldum og svo framvegis. Þannig að spurningin er hvað hægt er að gera í samblandi slíkra leiða, bæði milli kröfuhafa og fyrirtækjanna, hins opinbera og svo framvegis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta muni hamla viðspyrnu ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins í heild.“ Jóhannes telur að ferðamenn taki vonandi að koma til landsins í apríl og fyrir alvöru í byrjun maí. Bjartsýni hafi einkennt markaðinn í kjölfar jákvæðra fregna af bóluefni við kórónuveirunni. „Þó er ekkert í hendi varðandi það og bókanir ekki í raun hafnar að neinu marki. Það tekur lengri tíma. En við erum enn bjartsýn á að þetta byrji í apríl, maí.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
„Þessi skýrsla staðfestir það sem við óttuðumst, að rekstrarvandi fyrirtækjanna breytist í skuldavanda ef ekkert er að gert. Það eru um tveir þriðju fyrirtækjanna sem glíma við ósjálfbæran skuldavanda upp úr þessu áfalli og það er mjög erfið staða,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þýðir það að tveir þriðju fyrirtækja stefna í þrot á næsta ári? „Það þýðir að tveir þriðju fyrirtækja munu eiga mjög erfitt með að vinna sig upp úr ástandinu. Einhver þeirra munu fara í þrot. Önnur þurfa á innspýtingu á eiginfjármagni að halda eða eftirgjöf skulda eða lengingu í skuldum og svo framvegis. Þannig að spurningin er hvað hægt er að gera í samblandi slíkra leiða, bæði milli kröfuhafa og fyrirtækjanna, hins opinbera og svo framvegis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta muni hamla viðspyrnu ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins í heild.“ Jóhannes telur að ferðamenn taki vonandi að koma til landsins í apríl og fyrir alvöru í byrjun maí. Bjartsýni hafi einkennt markaðinn í kjölfar jákvæðra fregna af bóluefni við kórónuveirunni. „Þó er ekkert í hendi varðandi það og bókanir ekki í raun hafnar að neinu marki. Það tekur lengri tíma. En við erum enn bjartsýn á að þetta byrji í apríl, maí.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira