Lyon tók á móti Issy-Les-Moulineaux í dag og segja má að leikurinn hafi verið einstefna frá upphafi til enda. Lyon var 7-0 yfir í hálfleik en hvíldi sig í þeim síðari og skoraði aðeins tvívegis þá.
Nikita Parris gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu, Amel Majri gerði þrennu sem og þær Janice Cayman og Delphine Cascarino skoruðu sitt hvort markið.
Lyon er sem stendur með fimm stiga forystu á Paris Saint-Germain á toppi deildarinnar en Parísarliðið á hins vegar tvo leiki til góða.