„Ísland vill sýna gott fordæmi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54
Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49
Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08