Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverjalands gegn Íslandi í úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer næsta sumar og er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu.
Hann er sem stendur leikmaður Red Bull Salzburg í Austurríki en RB Leipzig – sem er einnig í eigu orkudrykkja framleiðandans Red Bull – mun kaupa þennan tvítuga leikmann á 25 milljónir punda þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.
Szoboszlai hefur verið orðaður við bæði Arsenal á Englandi og AC Milan á Ítalíu en virðist nú vera í þann mund að skrifa undir fimm ára samning við lærisveina Julian Nagelsmann.
Hungarian talent Dominik Szoboszlai will join RB Leipzig from Salzburg in January, according to @Sky_MaxB pic.twitter.com/6RHMyp54py
— B/R Football (@brfootball) December 11, 2020
Gangi vistaskiptin eftir þá er sá ungverski að feta í fótspor leikmanna á borð við landa síns Peter Gulacsi, Dayot Upamecano, Amadou Haidara, Hannes Wolfs og Naby Keïta.
Um er að ræða stórt stökk upp á við fyrir Saboszlai en Leipzig er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera í toppbaráttunni í þýsku úrvalsdeildinni.