Óvenju hlýtt miðað við árstíma en of snemmt að segja til um jólaveðrið Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 08:02 Fyrstu dagar desembermánaðar hafa verið óvenju hlýir. Þessi mynd var tekin fyrir ári síðan, þegar Reykjavík var í vetrarbúningi. Vísir/Vilhelm Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar er 0,2 stigum hærri en hefur verið að meðaltali síðustu tíu árin í Reykjavík. Dagarnir voru þó hlýrri á sama tíma árið 2016 en að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er vissulega óvenjulega hlýtt. Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður. Veður Jól Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur ritar færslu um hlýindin á bloggsíðu sinni þar sem hann fer stuttlega yfir þessa fyrstu tíu daga. Útlit er fyrir að hlýindin haldi eitthvað áfram næstu daga, en Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort höfuðborgarbúar megi búast við hvítum jólum í ár. „Þessi hlýindi halda nú eitthvað áfram í vikunni en það er aðeins að kólna þegar líður á vikuna. Það verður frekar hlýtt fram á miðvikudag eða fimmtudag, þá kólnar aðeins. Það fer að snjóa eitthvað fyrir norðan en það er ekki alveg strax hægt að fara að spá eitthvað um jólasnjóinn hér syðra,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir það sennilega skýrast eftir helgi hvort von sé á snjókomu fyrir sunnan, en segist sammála því að óvenju milt veður sé á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. „Það er óvenjulega heitt. Það var átta stiga hiti í morgun og það eru ellefu stig á Skrauthólum á Kjalarnesi núna. Þetta er nánast vorveður, það vantar bara birtuna,“ segir Þorsteinn en bætir við að hitatölurnar ættu að fara lækkandi næstu daga. „Hitinn er að fara niður á við þegar líður á næstu viku, svo það er ekki útilokað að það verði jólasnjór einhvers staðar en það er of snemmt að segja til um það núna. Það gæti hlýnað eitthvað aftur.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag og þriðjudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina. Rigning á austanverðu landinu og slydda með norðurströndinni, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Á miðvikudag og fimmtudag:Strekkings norðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða slydda norðanlands, en rigning austast og hiti nærri frostmarki. Þurrt sunnan heiða og hiti 0 til 6 stig. Á föstudag:Útlit fyrir áframhaldanadi norðaustanátt og slyddu eða snjókomu með köflum, en þurrt að kalla á S- og V-landi. Heldur kólnandi veður.
Veður Jól Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira