Reyndist dvelja ólöglega í landinu og vistaður í fangaklefa Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 07:32 Lögregla hafði afskipti af fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Einn ökumaður, sem stöðvaður var vegna fíkniefnaaksturs, reyndist dvelja ólöglega í landinu. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu. Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu.
Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira