Reyndist dvelja ólöglega í landinu og vistaður í fangaklefa Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 07:32 Lögregla hafði afskipti af fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Einn ökumaður, sem stöðvaður var vegna fíkniefnaaksturs, reyndist dvelja ólöglega í landinu. Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu. Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, sá fyrsti á áttunda tímanum í gærkvöldi. Var hann akandi í vesturbæ Reykjavíkur þegar lögregla stöðvaði hann. Rúmlega klukkustund síðar var svo annar ökumaður stöðvaður í Laugardal og reyndist sá einnig undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt verið sviptur ökuréttindum. Á tíunda tímanum var svo þriðji ökumaðurinn stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur sem var einnig undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu kom í kjölfarið í ljós að ökumaðurinn dvaldist ólöglega hér á landi og var hann vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er til skoðunar. Maðurinn var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Tvö umferðarslys urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan korter í níu í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreksturinn og var einn fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Seinna óhappið var á tíunda tímanum í Hafnarfirði þar sem annar ökumaðurinn reyndist ölvaður, en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80, en sá var undir áhrifum áfengis. Um hálftíma síðar var annar ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ og reyndist sá verulega ölvaður við aksturinn. Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa keyrt á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tvö innbrot á sömu klukkustund Klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af fjórtán ára ungmennum í Grafarholti sem voru undir áhrifum áfengis. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var málið afgreitt með aðkomu foreldra og verður barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið. Tveir voru handteknir á Seltjarnarnesi skömmu fyrir miðnætti vegna líkamsárásar. Báðir bíða skýrslutöku þegar af þeim rennur. Einn var handtekinn í Efra-Breiðholti á öðrum tímanum í nótt vegna eignaspjalla. Sá var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Þá voru tvö innbrot í Háaleitis- og Bústaðahverfi á fjórða tímanum í nótt, annað í verslun og hitt í fyrirtæki. Talsverðum verðmætum var stolið úr versluninni og er málið til rannsóknar, en ekki liggur fyrir hverju var stolið í fyrirtækinu að svo stöddu.
Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira