Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:01 Bjarni Benediktsson segir mikilvægt að tryggja hagsmuni neytenda. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira