Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:01 Bjarni Benediktsson segir mikilvægt að tryggja hagsmuni neytenda. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira