Við förum að lögum (auðvitað) Magnús Orri Marínarson Schram og Þorsteinn Víglundsson skrifa 11. desember 2020 11:31 Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jafnréttismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar