Anníe Mist: Síðustu fjórir mánuðir erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir er ekki alveg á þeim stað sem hún hélt hún væri fyrir fjórum mánuðum. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir segir í nýjustu stöðuuppfærslu sinni að draumurinn að komast aftur á fullt eftir átta til tíu vikur hafi ekki alveg gengið eftir. „Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
„Hlutirnir fara stundum ekki alltaf alveg eins og þú býst við að þeir geri,“ byrjar íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir nýjasta pistil sinn. „Ég eignaðist fallega, heilbrigða dóttir fyrir fjórum mánuðum en ég á að vera alveg hreinskilin þá hafa þessir síðustu fjórir mánuðir verið erfiðari en þeir fjórir síðustu á meðgöngunni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef verið íþróttakona alla mína æfi og það hvernig líkami minn stendur sig og lítur út hefur alltaf verið stór hluti af því hvernig ég skilgreini sjálfa mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Breytingarnar sem urðu á meðgöngunni og í erfiðri fæðingu hafa verið mér meiri áskorun en ég bjóst við. Mínar væntingar voru að ég gæti verið komin til baka eftir átta til tíu vikur af því að koma mér hægt og róleg til baka. Frá því ætlaði ég síðan að fara byggja upp þol og styrk,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist, dóttir Anníe og Frederiks Ægidius, hélt upp á fjögurra mánaða afmæli sitt í dag. Anníe Mist er löngu byrjuð að æfa en það er ekkert grín að koma sér aftur til baka í ofurform CrossFit konunnar. „Þetta hefur allt gengið hægar hjá mér en það, í rétta hátt, en hægt. Við vitum öll að þú nærð árangri með því að vera stöðugur í þinni vinnu og trúa á ferlið. Sumir dagar eru hins vegar erfiðari en aðrir,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég þarf að einbeita mér að þeim hlutum sem ég hef stjórn á. Svefninn, endurhæfingin og mataræðið. Það er alltof auðvelt að sjá bara hversu þetta gengur hægt og gefast bara upp. Ég veit að ég verð að halda áfram í rétta átt og að góðir hlutir munu síðan gerast. 2021 verður enn betra ár en 2020,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira