Mun færri ávísanir á sýklalyf en fjölgun í ávísunum þunglyndislyfja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2020 11:35 Alma sagði eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi en benti á að nú færi að sjá fyrir endan á faraldrinum. Vísir/Vilhelm Ávísunum á sýklalyf hefur fækkað um 24% samkvæmt könnun Landlæknisembættisins á heilsu og líðan landsmanna í Covid-19 faraldrinum. Þetta má þakka persónulegum sóttvörnum sem hafa dregið úr öðrum sýkingum. Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Alma D. Möller landlæknir fór yfir niðurstöður nýjustu könnunarinnar á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins í morgun. Þeim hefur farið fækkandi sem meta andlega heilsu sína góða. Það voru 31% í september, 27% í október og 23% í nóvember. En þeim fer einnig fækkandi sem meta andlega heilsu sína slæma; 6% í september en 3% í október og nóvember. Þá fer þeim einnig fækkandi sem sofa lítið, það er að segja 6 tíma eða skemur, sem Alma sagði ánægjulegt þar sem svefn sé grunnurinn að heilsu og vellíðan. Þeim hefur einnig fækkað síðan í sumar sem þjást af einmanaleika en engar breytingar hafa orðið á streitu, samanborið við fyrstu bylgju og sama tímabil í fyrra. 8% aukning í ávísun þunglyndislyfja Um er að ræða meðaltölur en Alma segir þörf að skoða nánar ákveðna hópa. Áhrif Covid-19 faraldursins virðast til dæmis koma verr niður á konum en körlum og á aldurshópnum 18 til 34 ára. Alma sagði nokkra aukningu hafa orðið í ávísunum þunglyndislyfja en þeim hefði fjölgað um 8%. Verið væri að bregðast við með viðbótarfjárveitingu til eflingar geðheilbrigðisþjónustu og ljúka við skipun hópa sem eiga að vakta geðheilsu og lýðheilsu. Það er eðlilegt að finna fyrir vanlíðan og óöryggi í þessu ástandi, sagði Alma. Hins vegar væri útlit fyrir að nú færi að birta. Þróun og virkni bóluefna hefðu farið fram úr væntingum. Biðlaði hún til fólks um að sýna áfram samstöðu og umhyggju og aðstoða þá sem eiga erfitt. Samfélagið býr yfir seiglu; við bognum en brotnum ekki, sagði landlæknir. Þá hvatti hún fólk til að sækja sér áfram heilbrigðisþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26 Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni. 10. desember 2020 10:26
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír af þeim sem greindust voru í sóttkví. 10. desember 2020 10:51