Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri.
Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki.
Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan.
Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT
— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020
Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir.
„Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk.
„Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands.
Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans.