Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 11:01 Sara Björk í leik gegn Juventus í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr í þessari viku. Giuseppe Cottini/Getty Images Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans. Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans.
Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54
Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31
Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30