Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 13:00 Salah umkringdur leikmönnum Midtjylland í gær. EPA-EFE/Henning Bagger Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Danmerkurmeistarar Midtjylland tóku á móti Englandsmeisturum Liverpool í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-1 jafntefli þar sem Íslandsvinurinn Alexander Scholz skoraði mark heimamanna eftir að Egyptinn Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir strax á 55. sekúndu leiksins. Var þetta fljótasta mark í sögu Liverpool í keppninni. Það er Liverpool hefur aldrei skorað fyrr í leik heldur en á 55. sekúndu. 5 5 seconds @MoSalah with our quickest-ever @ChampionsLeague goal pic.twitter.com/8ipgMb49Wc— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Ekki nóg með það heldur var þetta 22. mark Mo Salah í Meistaradeild Evrópu. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður félagsins í Meistaradeildinni en hann var jafn goðsögninni Steven Gerrard fyrir leikinn. Gerrard skoraði á sínum tíma 21 mark í treyju Liverpool í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er frábær tilfinning og auðvitað er ég stoltur yfir því að vera markahæsti leikmaður í sögu félagsins í Meistaradeildinni,“ sagði Egyptinn í viðtali við BT Sport eftir leik gærkvöldsins. „Ég þarf að halda áfram og skora fleiri mörk svo bilið milli mín og annarra leikmanna verði meira. Ég reyni að skora mörk til að hjálpa liðinu að vinna leiki, það er mikilvægast af þessu öllu saman,“ bætti hann við að endingu. "It's a great feeling, of course, something I'm proud of." @MoSalah is hoping to build up a healthy lead after claiming the honour of our all-time top goalscorer in the European Cup...— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Mikael og VAR komu við sögu í jafntefli Liverpool í Danmörku | Atalanta áfram og PSG vann stórsigur VAR kom mikið við sögu í 1-1 jafntefli Liverpool og Midtjylland í kvöld. Atalanta fór einnig áfram upp úr D-riðli og þá vann Paris Saint-Germain stórsigur á İstanbul Başakşehir í leik sem var frestað í gærkvöld. 9. desember 2020 19:55