Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 09:11 AP/Jeff Chiu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Sjá meira
Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Sjá meira