Segir dóttur sína vera talsverður Íslendingur í sér og ekta víkingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 08:30 Kristín Þorleifsdóttir í leik með sænska landsliðinu á Evrópumótinu. Getty/Jan Christensen Við Íslendingar teljum okkur eiga aðeins í skyttu sænska handboltalandsliðsins sem er nú í stóru hlutverki á Evrópumóti kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira