Fimm mánaða fangelsi fyrir að sviðsetja hótanir og hatursorðræðu gegn sjálfri sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 22:53 Héraðsdómur í Osló komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til annars en að konan hafi sjálf sett á svið hótanir gegn sjálfri sér. EPA/Cornelius Poppe Kona á fertugsaldri í Osló hefur verið dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að falsa hatursorðræðu og sviðsetja hótanir gegn sjálfri sér. Konan er meðal annars dæmd fyrir að hafa krotað rasísk skilaboð á glugga íbúðarinnar þar sem hún býr og fyrir að kveikja eld fyrir utan heimili sitt. Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað. Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað.
Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira