Þjálfari HK: Ef við fáum ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2020 20:25 Kvennalið HK má hefja æfingar en ekki karlalið félagsins. Vísir/Vilhelm Þjálfarar HK í handbolta, karla og kvenna megin, hafa töluverðar áhyggjur af ástandinu sem stendur. Ef karlaliðið fær ekki að hefja æfingar fyrr en 12. janúar hefur liðið ekki æft í fjóra mánuði og kvenna megin eru hátt í þrjátíu stelpur á aldrinum sextán til tuttugu ára sem geta ekkert æft. Eftir nýjustu útfærslu heilbrigðisyfirvalda varðandi hvaða lið mega æfa íþróttir og hver ekki þá er HK í þeirri áhugaverðu stöðu að handboltalið HK, kvenna megin, getur æft á meðan karlarnir mega það ekki. Þetta á einnig við um önnur lið landsins þar sem dæminu gæti verið snúið við. Til að mynda á Akranesi þar sem leikmenn karlaliðs ÍA í knattspyrnu geta farið á æfingar en ekki kvennalið félagsins. Rætt var við Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá HK, og Elías Már Halldórsson, þjálfara meistaraflokks karla hjá HK í Kórnum í dag. Sjá má viðtalið við þá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég held að stelpurnar geti ekki beðið eftir að mæta á æfingu á morgun, og ég sjálfur bara. Þetta verður frábært,“ sagði Halldór Harri aðspurður hvort það væri ekki spenna í mannskapnum fyrir fyrstu æfingunni í langan tíma. „Það voru pínu vonbrigði þegar maður sá þessar reglur koma út í gær, að það ætti að leyfa sumum að fara á fullt en halda öðrum frá æfingum til 12. janúar. Það voru vonbrigði en við erum að vona að við fáum þessa undanþágu sem þeir eru búnir að opna á og að við getum farið að æfa líka,“ sagði Elías Már um þessa skrítnu stöðu sem HK er í. „Þegar þeir hafa verið að breyta þessum reglum hafa þær gilt í 2-3 vikur en nú ákváðu þeir að vera með þessar reglur til 12. janúar. Ef við lendum í að fá ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt. Þá erum við komnir í fjögurra mánaða stopp, þurfum líklega fimm til sex vikur til að koma okkur í gang og þá erum við að renna inn í mars mánuð og yfirleitt er deildarkeppnin að klárast í apríl byrjun. Við erum því komin alveg á tæpasta vað með tímann til að klára mótið,“ bætti Elías Már við. „Maður hefur áhyggjur af sextán til tuttugu ára aldrinum sem fær ekki að æfa. Allir yngri flokkar fá að æfa og meistaraflokkurinn hjá mér en það eru tuttugu til þrjátíu stelpur hjá mér sem komast ekki á neinar æfingar,“ sagði Halldór Harri um helstu áhyggjur sínar af kvenna flokkum HK. Klippa: Ef við fáum ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. 8. desember 2020 15:17 „Sautján ára ég hefði líklega hætt í handbolta í þessu ástandi“ Fyrrum handboltamaður segir að hann hefði líklega hætt í handbolta hefði hann lent í slíku æfinga- og keppnisbanni eins og nú stendur yfir. 4. desember 2020 12:30 Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. 3. desember 2020 15:35 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 „Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. 28. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Eftir nýjustu útfærslu heilbrigðisyfirvalda varðandi hvaða lið mega æfa íþróttir og hver ekki þá er HK í þeirri áhugaverðu stöðu að handboltalið HK, kvenna megin, getur æft á meðan karlarnir mega það ekki. Þetta á einnig við um önnur lið landsins þar sem dæminu gæti verið snúið við. Til að mynda á Akranesi þar sem leikmenn karlaliðs ÍA í knattspyrnu geta farið á æfingar en ekki kvennalið félagsins. Rætt var við Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá HK, og Elías Már Halldórsson, þjálfara meistaraflokks karla hjá HK í Kórnum í dag. Sjá má viðtalið við þá í spilaranum neðst í fréttinni. „Ég held að stelpurnar geti ekki beðið eftir að mæta á æfingu á morgun, og ég sjálfur bara. Þetta verður frábært,“ sagði Halldór Harri aðspurður hvort það væri ekki spenna í mannskapnum fyrir fyrstu æfingunni í langan tíma. „Það voru pínu vonbrigði þegar maður sá þessar reglur koma út í gær, að það ætti að leyfa sumum að fara á fullt en halda öðrum frá æfingum til 12. janúar. Það voru vonbrigði en við erum að vona að við fáum þessa undanþágu sem þeir eru búnir að opna á og að við getum farið að æfa líka,“ sagði Elías Már um þessa skrítnu stöðu sem HK er í. „Þegar þeir hafa verið að breyta þessum reglum hafa þær gilt í 2-3 vikur en nú ákváðu þeir að vera með þessar reglur til 12. janúar. Ef við lendum í að fá ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt. Þá erum við komnir í fjögurra mánaða stopp, þurfum líklega fimm til sex vikur til að koma okkur í gang og þá erum við að renna inn í mars mánuð og yfirleitt er deildarkeppnin að klárast í apríl byrjun. Við erum því komin alveg á tæpasta vað með tímann til að klára mótið,“ bætti Elías Már við. „Maður hefur áhyggjur af sextán til tuttugu ára aldrinum sem fær ekki að æfa. Allir yngri flokkar fá að æfa og meistaraflokkurinn hjá mér en það eru tuttugu til þrjátíu stelpur hjá mér sem komast ekki á neinar æfingar,“ sagði Halldór Harri um helstu áhyggjur sínar af kvenna flokkum HK. Klippa: Ef við fáum ekki að æfa fyrr en þá er hætt við að mótið sé ónýtt Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna HK Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. 8. desember 2020 15:17 „Sautján ára ég hefði líklega hætt í handbolta í þessu ástandi“ Fyrrum handboltamaður segir að hann hefði líklega hætt í handbolta hefði hann lent í slíku æfinga- og keppnisbanni eins og nú stendur yfir. 4. desember 2020 12:30 Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. 3. desember 2020 15:35 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 „Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. 28. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Framkvæmdastjóri HSÍ: Verulegt áhyggjuefni Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað hvað varðar æfingar liða á Íslandi eftir nýjustu sóttvarnareglur sem tilkynnt var um í dag. Þær gilda frá 10. desember til 12. janúar. 8. desember 2020 15:17
„Sautján ára ég hefði líklega hætt í handbolta í þessu ástandi“ Fyrrum handboltamaður segir að hann hefði líklega hætt í handbolta hefði hann lent í slíku æfinga- og keppnisbanni eins og nú stendur yfir. 4. desember 2020 12:30
Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. 3. desember 2020 15:35
Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06
„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. 28. nóvember 2020 23:00