Fræðsla lögreglumanna um hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir og Soffía Waag Árnadóttir skrifa 9. desember 2020 15:01 Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun