Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 14:53 Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag sóttvarnaaðgerðir sem gilda frá og með næsta fimmtudegi 10. desember til 12. janúar. Áfram mun samkomubann miðast við tíu manns en verslanir mega taka við allt að hundrað manns ef rými leyfir. Þá verða sundlaugar opnaðar með allt að 50 prósent leyfilegan hámarksfjölda. „Þetta er bara áfall, ekkert annað,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, um nýju reglurnar í samtali við Vísi. Líkamsræktarstöðvar, sem hafa verið lokaðar frá því 5. október að undanskilinni nokkurra daga hóptímaglufu í lok þess mánaðar, sitja eftir. „Og maður vill ekki mikið segja um þetta en manni finnst þetta mismunun og á erfitt með að kyngja þessu, ég neita því ekki.“ Setur spurningamerki við tilslakanir í verslunum Þröstur segist hafa gert sér vonir um að líkamsræktarstöðvar yrðu opnaðar um leið og sundlaugar. „Þannig að manni bregður verulega við þetta en ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og kann ekki að segja hvað er rétt og hvað er rangt. En það er rosalega sérstakt að Ísland skuli vera eina landið í heiminum þar sem [farið er með] líkamsrækt eins og hún sé hættulegust af öllu.“ Þá þykir honum einkennilegt að reglur séu rýmkaðar jafnmikið í verslunum og raun ber vitni á meðan líkamsræktarstöðvar verði áfram lokaðar. „Ég neita að trúa því að það geti verið að þeir ætli að fara að opna alls konar aðra starfsemi þar sem er leyfður talsvert meiri fjöldi, eins og í verslunum. Maður vonar auðvitað að þetta sé gert út frá gögnum og rannsóknum en manni manni finnst þetta skrýtið, maður neitar því ekki.“ Vill ekki einu sinni hugsa um skaðann Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar í níu vikur og útlit fyrir að þær verði áfram lokaðar í að minnsta kosti fjórar vikur til viðbótar. Þröstur segir tjónið þegar orðið gríðarlegt og fréttir dagsins bæti hreint ekki úr skák. „Maður vill ekki einu sinni hugsa til þess hversu miklum skaða þetta er að valda manni,“ segir Þröstur. Salir Sporthússins hafa staðið auðir síðan 5. október.Vísir/Vilhelm Hann nefnir þó að opnað hafi verið fyrir umsóknir um lokunarstyrki í lok síðustu viku og hann bindi vonir við að þeir hjálpi eitthvað til. „Það er svosem ekkert komið út úr því enn þá. En við fengum enga hjálp með fyrstu lokunina sem var níu vikur í vor. Þetta er engan veginn að fara að bæta manni skaðann, hjálpar manni kannski eitthvað örlítið. En þetta fyllir mann örvæntingu, maður veit bara ekki hvað maður á að segja.“ Inntur eftir því hvort hann sjái fram á að segja upp fólkið segir Þröstur að markmiðið hafi verið að fara ekki þá leið. „Og við erum með frábæran hóp af fólki sem vill berjast í gegnum þetta með okkur og við viljum trúa því að við þurfum ekki að fara í stórtækar aðgerðir. En svo spyr maður sig í hvað maður er tilneyddur. Því þetta er þungbært. Það er lokað í rétt rúma fimm mánuði af tólf mánuðum árið 2020. Það hlýtur að vera þungbært fyrir allan rekstur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. 27. nóvember 2020 10:38 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
Heilbrigðisráðherra kynnti í dag sóttvarnaaðgerðir sem gilda frá og með næsta fimmtudegi 10. desember til 12. janúar. Áfram mun samkomubann miðast við tíu manns en verslanir mega taka við allt að hundrað manns ef rými leyfir. Þá verða sundlaugar opnaðar með allt að 50 prósent leyfilegan hámarksfjölda. „Þetta er bara áfall, ekkert annað,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins, um nýju reglurnar í samtali við Vísi. Líkamsræktarstöðvar, sem hafa verið lokaðar frá því 5. október að undanskilinni nokkurra daga hóptímaglufu í lok þess mánaðar, sitja eftir. „Og maður vill ekki mikið segja um þetta en manni finnst þetta mismunun og á erfitt með að kyngja þessu, ég neita því ekki.“ Setur spurningamerki við tilslakanir í verslunum Þröstur segist hafa gert sér vonir um að líkamsræktarstöðvar yrðu opnaðar um leið og sundlaugar. „Þannig að manni bregður verulega við þetta en ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði og kann ekki að segja hvað er rétt og hvað er rangt. En það er rosalega sérstakt að Ísland skuli vera eina landið í heiminum þar sem [farið er með] líkamsrækt eins og hún sé hættulegust af öllu.“ Þá þykir honum einkennilegt að reglur séu rýmkaðar jafnmikið í verslunum og raun ber vitni á meðan líkamsræktarstöðvar verði áfram lokaðar. „Ég neita að trúa því að það geti verið að þeir ætli að fara að opna alls konar aðra starfsemi þar sem er leyfður talsvert meiri fjöldi, eins og í verslunum. Maður vonar auðvitað að þetta sé gert út frá gögnum og rannsóknum en manni manni finnst þetta skrýtið, maður neitar því ekki.“ Vill ekki einu sinni hugsa um skaðann Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar í níu vikur og útlit fyrir að þær verði áfram lokaðar í að minnsta kosti fjórar vikur til viðbótar. Þröstur segir tjónið þegar orðið gríðarlegt og fréttir dagsins bæti hreint ekki úr skák. „Maður vill ekki einu sinni hugsa til þess hversu miklum skaða þetta er að valda manni,“ segir Þröstur. Salir Sporthússins hafa staðið auðir síðan 5. október.Vísir/Vilhelm Hann nefnir þó að opnað hafi verið fyrir umsóknir um lokunarstyrki í lok síðustu viku og hann bindi vonir við að þeir hjálpi eitthvað til. „Það er svosem ekkert komið út úr því enn þá. En við fengum enga hjálp með fyrstu lokunina sem var níu vikur í vor. Þetta er engan veginn að fara að bæta manni skaðann, hjálpar manni kannski eitthvað örlítið. En þetta fyllir mann örvæntingu, maður veit bara ekki hvað maður á að segja.“ Inntur eftir því hvort hann sjái fram á að segja upp fólkið segir Þröstur að markmiðið hafi verið að fara ekki þá leið. „Og við erum með frábæran hóp af fólki sem vill berjast í gegnum þetta með okkur og við viljum trúa því að við þurfum ekki að fara í stórtækar aðgerðir. En svo spyr maður sig í hvað maður er tilneyddur. Því þetta er þungbært. Það er lokað í rétt rúma fimm mánuði af tólf mánuðum árið 2020. Það hlýtur að vera þungbært fyrir allan rekstur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. 27. nóvember 2020 10:38 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Sjá meira
350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01
Segist hafa tekið eins milljarðs króna lán Eigandi World Class liggur undir feldi og veltir fyrir sér hvort rétt sé að segja upp 350 manns á mánudaginn. Hann segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna kórónuveirufaraldursins. Ef hann ætti ekki flestar fasteignirnar sem stöðvar World Class eru reknar í, þá væri hann kominn á hausinn. 27. nóvember 2020 10:38
„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31