Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 15:01 Fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst tók gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að veikjast. Þannig kostaði hver evra mest 165 í október þegar krónan var veikust. Undanfarnar vikur hefur krónan hins vegar verið að styrkjast og nú kostar hver evra 153 krónur. Vísir/Vilhelm Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson. Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson.
Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira