Noregur og Rússland komin áfram með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2020 21:21 Kristín Þorleifsdóttir átti góðan leik fyrir Svíþjóð þó liðið hafi tapað gegn Rússlandi. Jan Christensen/Getty Images Noregur og Rússland flugu upp úr riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handbolta með öruggum sigrum í síðustu leikjum sínum í riðlakeppninni í kvöld. Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld. Rússland vann Svíþjóð 30-26 og Noregur rúllaði yfir Rúmeníu, 28-20. Þórir Hergeirsson og læristúlkur hans í Noregi hafa svo sannarlega byrjað mótið af krafti. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Rúmeníu – þar sem staðan var jöfn 13-13 – var einfaldlega sett í fluggírinn í síðari hálfleik. Varnarleikurinn upp á tíu og Rúmenía komst hvorki lönd né ströng. Norska liðið vann síðari hálfleikinn með átta marka mun og sömuleiðis leikinn, lokatölur 28-20. Camilla Herrem var markahæst í liði Noregs með sex mörk, þar á eftir komu Kari Dale og Stine Oftedal með fimm mörk hvor. Hjá Rúmeníu var Lorena Ostase markahæst með sex mörk. Noregur því á toppi D-riðils með fullt hús stiga þegar riðlakeppninni er lokið. Rússland vann góðan fjögurra marka sigur á Svíþjóð. Rússland var með yfirhöndina allan tímann og var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Síðari hálfleikurinn speglaði þann fyrri fullkomlega en Rússar unnu hann einnig 15-13 og leikinn þar með 30-26. Daria Dmitrieva var markahæst í liði Rússa með sex mörk. Iuliia Managarova, Antonia Skorobogatchenko og Kristina Kozhokar komu þar á eftir með fjögur mörk hver. Hin íslenska Kristin Þorleifsdóttir var markahæst í liði Svía með sex mörk. Hún hefur allt sitt líf búið á Spáni og var óvænt kölluð upp í landsliðið á síðasta ári. Á sínum tíma kom til greina að spila fyrir íslenska landsliðið en hún valdi Svíþjóð á endanum þar sem hún hefur alist upp allt sitt líf. Rússar enda því með fullt hús stiga í efsta sæti B-riðils á meðan Svíar eru í 2. sæti með þrjú stig. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Rússland vann Svíþjóð 30-26 og Noregur rúllaði yfir Rúmeníu, 28-20. Þórir Hergeirsson og læristúlkur hans í Noregi hafa svo sannarlega byrjað mótið af krafti. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Rúmeníu – þar sem staðan var jöfn 13-13 – var einfaldlega sett í fluggírinn í síðari hálfleik. Varnarleikurinn upp á tíu og Rúmenía komst hvorki lönd né ströng. Norska liðið vann síðari hálfleikinn með átta marka mun og sömuleiðis leikinn, lokatölur 28-20. Camilla Herrem var markahæst í liði Noregs með sex mörk, þar á eftir komu Kari Dale og Stine Oftedal með fimm mörk hvor. Hjá Rúmeníu var Lorena Ostase markahæst með sex mörk. Noregur því á toppi D-riðils með fullt hús stiga þegar riðlakeppninni er lokið. Rússland vann góðan fjögurra marka sigur á Svíþjóð. Rússland var með yfirhöndina allan tímann og var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Síðari hálfleikurinn speglaði þann fyrri fullkomlega en Rússar unnu hann einnig 15-13 og leikinn þar með 30-26. Daria Dmitrieva var markahæst í liði Rússa með sex mörk. Iuliia Managarova, Antonia Skorobogatchenko og Kristina Kozhokar komu þar á eftir með fjögur mörk hver. Hin íslenska Kristin Þorleifsdóttir var markahæst í liði Svía með sex mörk. Hún hefur allt sitt líf búið á Spáni og var óvænt kölluð upp í landsliðið á síðasta ári. Á sínum tíma kom til greina að spila fyrir íslenska landsliðið en hún valdi Svíþjóð á endanum þar sem hún hefur alist upp allt sitt líf. Rússar enda því með fullt hús stiga í efsta sæti B-riðils á meðan Svíar eru í 2. sæti með þrjú stig.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira