Anníe Mist: Svaraði strax já en þurfti síðan að breyta því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist sem breytti mjög miklu fyrir íslensku CrossFit goðsögnina á árinu 2020. Instagram/@anniethorisdottir Lífið getur breyst á augabragði og komið með nýja og öðruvísi áskorun fyrir íþróttafólk. Gott dæmi um það er síðasta CrossFit tímabil hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist var í toppformi fyrir ári síðan, nýbúin að tryggja sér annað sæti í The Open og fram undan voru átta undirbúningsmánuðir fyrir komandi heimsleika í CrossFit. Lífið leiddi hana hins vegar snögglega af þeirri leið. Anníe Mist Þórisdóttir rifjaði það upp á Instagram siðu sinni að fyrir einu ári síðan, í desember 2019, þá var opna hluta heimsleikanna lokið og Anníe hafði tryggt sér sæti á heimsleikunum 2020 með því að enda í öðru sæti á eftir Söru Sigmundsdóttur. Það fór samt aldrei svo að Anníe Mist tæki þátt í heimsleikunum því fljótlega á nýju ári kom í ljós að hún væri ófrísk og það væri von á dóttur á sama tíma og heimsleikarnir áttu að fara fram. Anníe Mist gaf eftir sætið sitt og Freyja Mist kom síðan í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. „Klikkað að hugsa til þess að á þessum tíma fyrir ári síðan þá var The Open búið og við vorum farin að fá boð á heimsleikana 2020. Ég svaraði strax já eftir að hafa náð öðrum besta árangrinum. Ég var þvílíkt tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. „Nokkrum mánuðum síðar þá gaf ég eftir sætið mitt. Ég hafði þá fengið allt aðra áskorun,“ skrifaði Anníe Mist. Barnið kom í heiminn fyrir rétt tæpum fjórum mánuðum síðan en Anníe Mist hefur fyrir nokkru hafið æfingar af fullum krafti. Hún hefur skrifaði um mikilvægi þess að vera þolinmóð því þetta taki allt meiri tíma en hún bjóst við. Anníe Mist nýtur því góðs af því að The Open er nú komið aftur á sinn vanalega tíma í febrúar og því fær hún tvo mánuði til viðbótar til að vinna sig til baka eftir barnsburðinn. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægð með að The Open sé komið aftur í febrúar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Anníe Mist var í toppformi fyrir ári síðan, nýbúin að tryggja sér annað sæti í The Open og fram undan voru átta undirbúningsmánuðir fyrir komandi heimsleika í CrossFit. Lífið leiddi hana hins vegar snögglega af þeirri leið. Anníe Mist Þórisdóttir rifjaði það upp á Instagram siðu sinni að fyrir einu ári síðan, í desember 2019, þá var opna hluta heimsleikanna lokið og Anníe hafði tryggt sér sæti á heimsleikunum 2020 með því að enda í öðru sæti á eftir Söru Sigmundsdóttur. Það fór samt aldrei svo að Anníe Mist tæki þátt í heimsleikunum því fljótlega á nýju ári kom í ljós að hún væri ófrísk og það væri von á dóttur á sama tíma og heimsleikarnir áttu að fara fram. Anníe Mist gaf eftir sætið sitt og Freyja Mist kom síðan í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. „Klikkað að hugsa til þess að á þessum tíma fyrir ári síðan þá var The Open búið og við vorum farin að fá boð á heimsleikana 2020. Ég svaraði strax já eftir að hafa náð öðrum besta árangrinum. Ég var þvílíkt tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. „Nokkrum mánuðum síðar þá gaf ég eftir sætið mitt. Ég hafði þá fengið allt aðra áskorun,“ skrifaði Anníe Mist. Barnið kom í heiminn fyrir rétt tæpum fjórum mánuðum síðan en Anníe Mist hefur fyrir nokkru hafið æfingar af fullum krafti. Hún hefur skrifaði um mikilvægi þess að vera þolinmóð því þetta taki allt meiri tíma en hún bjóst við. Anníe Mist nýtur því góðs af því að The Open er nú komið aftur á sinn vanalega tíma í febrúar og því fær hún tvo mánuði til viðbótar til að vinna sig til baka eftir barnsburðinn. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægð með að The Open sé komið aftur í febrúar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira