„Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:59 Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja. Vísir/Arnar Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til lengri tíma, segir breytingar á lögræðislögum nauðsynlegar. Fjarlægja þurfi greinar í lögunum, meðal annars þær sem heimila geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“ Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hann hafi gengið í gegnum það að vera sviptur sjálfræði fyrir löngu síðan og lítið hafi breyst í þeim efnum miðað við lýsingar félaga hans. Sveinn Rúnar settist í viðmælandasætið í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hans skoðun er að þrefalda þurfi útgjöld til geðheilbrigðismála á Íslandi svo þau fái nauðsynlegt fé miðað við aðra málaflokka á heilbrigðissviði. Meðferð fólks með geðræn vandamál þurfi að vera grundvölluð á mannréttindanálgun. „Að við komumst burt frá þessu staðnaða kerfi þar sem ofuráhersla hefur verið á lyflækningar, innilokun og þvingun gagnvart sjúklingnum.“ Mikill þyrnir í augum Sveinn Rúnar glímir sjálfur við geðhvörf og þekkir því geðræn vandamál af eigin raun. Hann hefur látið sig málaflokkinn varða lengi. Hann segir nánast ekkert ætlast til þátttöku sjúklingsins í dag. Allt eigi að lækna með lyfjum og raflosti. „Þetta er lýsingin og þetta er í grundvallaratriðum því miður nálgunin enn í dag. Það er það sem við þurfum að skoða og líta á þessi lögræðislög. Þau eru okkur mikill þyrnir í augum. Með lögræðislögunum er heimilað að svipta fólk sjálfræði ef svo ber undir.“ Viðmiðið, mörkin séu svo óskýr. „Það er talað um að ef viðkomandi er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða að útlit sé fyrir það. Eða ætla megi. Það eru nógar líkur. Til þess að viðkomandi sé handtekinn, fluttur á geðdeild, tekinn þar gjarnan föstum tökum. Það er mín eigin reynsla, að fara í gegnum það. Það hefur því miður lítið breyst í því,“ segir Sveinn Rúnar. Eigi ekki að vera hægt Hann lýsir fyrstu móttökunum þannig að hópur manna, sex til sjö, ráðist á mann, felli og svo sé sprautaður í mann stór skammtur af sterku geðlyfi. „Ég er að lýsa því sem ég gekk í gegnum sjálfur oftar en einu sinni. Hjá mér var þetta fyrir 35 árum en hjá öðrum félögum mínum er þetta það sem er að gerast í dag.“ Með sjálfræði séu öll völd einstaklins yfir sjálfum sér fjarlægð. „Þetta á ekkert að vera hægt. Það á að útiloka þetta og sáttmálin um réttindi fólks með fatlanir styður okkur í því. Við þurfum engin lög eða sáttamála. Við vitum með sjálfum okkur, okkar siðferðisvitund segir okkur að svona eigi ekki að fara með fólk.“ Ég er meinleysis grey 28. grein lögræðislaganna sé verst af þeim öllum. Hún gefi vakthafandi geðlækni leyfi til að framkalla þessa svokölluðu þvinguðu lyfjagjöf. 28. grein laganna. „Þessi grein verður bara að fara.“ Auðvitað eigi sjúklingurinn að geta sagt nei við lyfjum. „Auðvitað á lyfjagjöfin að vera í samvinnu og með fullri virðingu. Ef virðingin brestur er lítil von um bata. Þarna er þessum vakthafandi geðlækni gefið allt of mikið valda, sem spillir.“ Hann vísar til 28. greinarinnar þar sem segi að vakthafandi læknir geti aðeins tekið ákvörðun um lyfjagjöf ef hann sé sjálfum sér eða öðrum hættulegur, eða ef lífi hans og heilsu sé stefnt í voða. „Það hefur aldrei átt við um mig. Ég er meinleysis grey. Ég hef aldrei verið hættulegur sjálfum mér né öðrum. Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt.“
Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira