Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 14:40 Píla kemur til Íslands þann 10. janúar frá Alicante. Björgunarsveitin leitar ferðafélaga fyrir hana. Aðsend Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni. Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni.
Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira