Óskaði eftir ódýrri PS4 tölvu en fékk hana gefins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2020 14:51 Dagmar til vinstri þegar hún var nýbúin að taka við tölvunni. Siggeir er á myndinni til hægri. Vísir - Aðsend/Siggeir Dagmar Ósk Héðinsdóttir fékk að upplifa sannkallaðan jólaanda, eins og hún kallaði það, á dögunum þegar hún óskaði eftir að fá að kaupa PlayStation 4 tölvu á lágu verði. Hún birti auglýsingu á Facebook-síðunni Brask og brall.is og það leið ekki að löngu þar til velviljaður maður bauðst til þess að gefa henni tölvu. „Mamma heyrði í mér og spurði hvort ég ætti PlayStation 4 tölvu til að selja ódýrt,“ segir Siggeir Karl Kristjánsson, sem gaf Dagmar tölvuna. „Hún sagði mér að það væri kona sem ætti ekki efni á nýrri tölvu sem óskaði eftir tölvu ódýrt. Ég sagði strax já og var bara tilbúinn að gefa henni hana,“ segir Siggeir. Siggeir skrifaði athugasemd við færslu Dagmar þar sem hann bauðst til að gefa henni tölvuna. Ákvörðun Siggeirs vakti mikla athygli inni á hópnum, 1500 manns hafa „lækað“ svarið hans og um fimmtíu manns hrósað Siggeiri fyrir velvild hans. Viðbrögðin hafa verið gríðarleg við gjafmildi Siggeirs.Facebook „Hún var rosalega ánægð og heyrði í mér strax og þakkaði mér fyrir, bróðir hennar hafði líka samband og þakkaði mér fyrir.“ „Mér fannst bara mjög gott að geta gert þetta fyrir hana og vonandi hvetur þetta fleiri til að gera eins,“ segir Siggeir. Hann segir að tölvan muni nýtast Dagmar mun betur en honum. Dagmar er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða og hefur Dagmar vakið athygli áður en hún er ein nokkurra íslenskra kvenna sem að undanförnu hafa fengið sér dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dagmar er komin með tölvuna í hendurnar en velvild Siggeirs blés öðrum von í brjóst og bauðst fyrirtækið Sending til þess að skutla tölvunni til Dagmarar endurgjaldslaust. Hún segist afar sátt með tölvuna og segist mjög þakklát fyrir þetta sem „ég kalla sannan jólaanda,“ segir Dagmar. Siggeir segist vonast til þess að gjafmildi hans hvetji fleiri sem geta til að gera góða hluti nú á aðventunni. Jól Góðverk Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Mamma heyrði í mér og spurði hvort ég ætti PlayStation 4 tölvu til að selja ódýrt,“ segir Siggeir Karl Kristjánsson, sem gaf Dagmar tölvuna. „Hún sagði mér að það væri kona sem ætti ekki efni á nýrri tölvu sem óskaði eftir tölvu ódýrt. Ég sagði strax já og var bara tilbúinn að gefa henni hana,“ segir Siggeir. Siggeir skrifaði athugasemd við færslu Dagmar þar sem hann bauðst til að gefa henni tölvuna. Ákvörðun Siggeirs vakti mikla athygli inni á hópnum, 1500 manns hafa „lækað“ svarið hans og um fimmtíu manns hrósað Siggeiri fyrir velvild hans. Viðbrögðin hafa verið gríðarleg við gjafmildi Siggeirs.Facebook „Hún var rosalega ánægð og heyrði í mér strax og þakkaði mér fyrir, bróðir hennar hafði líka samband og þakkaði mér fyrir.“ „Mér fannst bara mjög gott að geta gert þetta fyrir hana og vonandi hvetur þetta fleiri til að gera eins,“ segir Siggeir. Hann segir að tölvan muni nýtast Dagmar mun betur en honum. Dagmar er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða og hefur Dagmar vakið athygli áður en hún er ein nokkurra íslenskra kvenna sem að undanförnu hafa fengið sér dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dagmar er komin með tölvuna í hendurnar en velvild Siggeirs blés öðrum von í brjóst og bauðst fyrirtækið Sending til þess að skutla tölvunni til Dagmarar endurgjaldslaust. Hún segist afar sátt með tölvuna og segist mjög þakklát fyrir þetta sem „ég kalla sannan jólaanda,“ segir Dagmar. Siggeir segist vonast til þess að gjafmildi hans hvetji fleiri sem geta til að gera góða hluti nú á aðventunni.
Jól Góðverk Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist