Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 12:42 Hjónin Erla og Finnbjörn fögnuðu sigrinum í gær. Þau átti ekki von á að dómurinn myndi falla þeim í hag en segja málinu að öllum líkindum ekki lokið. AÐSEND Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira