Íslenski tónlistarhraðallinn Firestarter kynntur til leiks Ritstjórn Albumm skrifar 7. desember 2020 07:00 Ný viðskiptatækifæri í tónlistargeiranum – Covid og hvað svo? Hvernig verður tónlistargeirinn tilbúinn fyrir nýja framtíð þegar kórónuveirufaraldurinn gengur yfir? Dagana 9. og 10. desember fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter sem ætlað er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Dagskráin hefst með röð fyrirlestra þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar veita þátttakendum innblástur og innsýn í helstu áskoranir og tækifæri tónlistargeirans í kjölfar heimsfaraldurs. Áherslan verður á þá nýju framtíð sem blasir við þeirri starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi, nánar tiltekið tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess. Umsjón í höndum Icelandic Startups Í framhaldi af því býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Að Firestarter standa Tónlistarborgin Reykjavík og ÚTÓN í samstarfi við Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytissins. Nánari upplýsingar er að finna á firestarter.is. Þar er hægt er að skrá sig til þátttöku fram til miðnættis á morgun 8. desember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Nýsköpun Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið
Dagana 9. og 10. desember fara fram fyrirlestrar, umræður og vinnusmiðjur í nafni tónlistarhraðalsins Firestarter sem ætlað er að styðja við nýjar hugmyndir og auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Dagskráin hefst með röð fyrirlestra þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar veita þátttakendum innblástur og innsýn í helstu áskoranir og tækifæri tónlistargeirans í kjölfar heimsfaraldurs. Áherslan verður á þá nýju framtíð sem blasir við þeirri starfsemi sem snýr að lifandi tónlistarflutningi, nánar tiltekið tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónleikahöldurum, tónlistarfólkinu sjálfu og tónleikaferðum þess. Umsjón í höndum Icelandic Startups Í framhaldi af því býðst þátttakendum að sækja vinnusmiðju sem miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups sem hefur í áraraðir veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. Á vinnusmiðjunni verður farið yfir mótun nýrra viðskiptahugmynda, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og gerð rekstraráætlana. Viðburðurinn fer fram með rafrænum hætti. Að Firestarter standa Tónlistarborgin Reykjavík og ÚTÓN í samstarfi við Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytissins. Nánari upplýsingar er að finna á firestarter.is. Þar er hægt er að skrá sig til þátttöku fram til miðnættis á morgun 8. desember. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Nýsköpun Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið