Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Theodór Sölvi Blöndal sé sérfræðingur í erlenda hlutabréfateymi Stefnis.
„Theodór er 27 ára gamall, með mastersgráðu í fjármálaverkfræði og áhættustýringu frá Imperial College í London auk þess hefur hann lokið við öll stig CFA. Theodór hefur starfað á fjármálamörkuðum undanfarin ár m.a. hjá Íslenskum Verðbréfum.
Vigdís Hauksdóttir er sérfræðingur í rekstrarteymi Stefnis og mun hún sinna því starfi meðfram meistaranámi í Verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Vigdís er 39 ára gömul og er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vigdís hefur starfað á fjármálamarkaði í á annan tug ára og viðað sér fjölbreyttri reynslu.
Þorsteinn Andri Haraldsson hóf nýlega störf sem sérfræðingur í innlenda hlutabréfateymi Stefnis. Þorsteinn er 30 ára gamall og er með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og MSc í hagfræði frá University of Groningen í Hollandi. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Þorsteinn hefur viðamikla reynslu af greiningarvinnu á innlendum fjármálamarkaði þar sem hann hefur starfað frá árinu 2014.
Eiríkur Ársælsson er sérfræðingur í teymi sérhæfðra fjárfestinga sem rekur m.a. framtakssjóðina SÍA. Eiríkur er 27 ára með BSc í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og réttindum frá Chartered Institute for Securities & Investment (CISI) í Bretlandi. Eiríkur kemur til Stefnis frá Nomura fjárfestingarbankanum í London,“ segir í í tilkynningunni.