Kvikmyndir Warner Bros. frumsýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum samtímis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 19:51 Wonder Woman 1984 verður frumsýnd á HBO Max og í kvikmyndahúsum vestanhafs á jóladag. Getty/Alexandre Schneider Allar 17 kvikmyndirnar sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að frumsýna á næsta ári verða frumsýndar samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði. Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði.
Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34