Þetta segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að gjaldþrotum fyrirtækja í ferðaþjónustu kunni þó að fjölga á ný næsta haust.
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa langflest þurft að segja upp fólki.
Jóhannes segir við blaðið að aðgerðir hins opinbera – uppsagnarstyrkir, greiðsluskjól og stuðningslán – hafi hins vegar komið í veg fyrir tíðari gjaldþrot.