Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 23:33 Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi nýverið frá sér bókina A Promised Land en um er að ræða fyrra bindið af tveimur um árin í Hvíta húsinu. epa/Dennis Brack Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira