Beit lögreglumann eftir að upp úr sauð í pottapartýi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 21:42 Konan var dæmd fyrir að bíta lögreglumann í höndina eftir að lögregla var kölluð til að útskriftarveislu hennar. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær konu í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann í höndina. Lögregla var kölluð til í útskriftarveislu konunnar, sem varð að „pottapartýi“ líkt og lýst er í dómi, hvar upp úr sauð með fyrrgreindum afleiðingum. Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira