Gerir sér ekki vonir um að hver einasti landsmaður verði sáttur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 19:01 Hér má sjá stærð hálendisþjóðgarðsins miðað við frumvarpið en þegar friðlýst svæði eru gullituð. Þjóðgarðurinn næði yfir 30% landsins. vísir Umhverfisráðherra telur komið til móts við athugasemdir í nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð en segir ekki hægt að gera öllum til geðs. Sveitarstjóri segist enn mótfallin málinu. Umhverfisráðherra dreifði í gær á Alþingi nýju frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og gerir ráð fyrir að mæla fyrir því á næstu dögum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að vernda þá náttúru sem er á þessu svæði. Hún er algjörlega einstök. Og á sama tíma getum við búið til gríðarleg efnahagsleg tækifæri fyrir byggðirnar í kringum landið, meðal annars með opinberum störfum og fyrir ferðaþjónustuna í landið í heild sinni. Bara með því einu að bæta ímynd Íslands með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þjóðgarðurinn yrði sá stærsti í Evrópu og næði yfir þrjátíu prósent landsins. Umhverfisráðherra telur sig hafa mætt sveitarfélögum á svæðinu í nýju frumarpi þar sem ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana hefur verið fellt brott. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerir ráð fyrir að mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari eða næstu viku.vísir/VIlhelm Sveitastjóri Bláskógabyggðar segir það ekki duga til. „Það er samt sem áður þannig að með þessum breytungu er verið að færa skipulagsvald og stjórnsýslu svæðisins frá lýðsræðislega kjörnum fulltrúum eins sveitarfélags til fulltrúa annarra sveitarfélaga og fulltrúa félagasamtaka og embættismanna,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gera fyrirvara við frumvarpið og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra birti í dag færslu þar sem hann segir að skýra þurfi valdheimildir sveitarfélaga í tengslum við málið. Stofnun hálendisþjóðgarðsins er hluti af stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar og mikið baráttumál Vinstri Grænna. Ljóst er þó af fyrirvörum Framsóknarflokksins að ekki er einhugur um málið innan stjórnarflokkanna. Guðmundur Ingi segir núvernadi útfærslu hafa orðið til eftir mikið samráð og telur þetta niðurstöðu sem flestir eigi að geta sætt sig við. „Við munum reyna allt sem við getum til að hafa sem flesta sátta en með jafn stórt verkefni er ég ekki að gera mér vonir um að hver einasti landsmaður verði á þeirri línu að gera þetta. En ég held nú og kannanir sýna að meirihluti landsmanna vilji stíga þetta skref,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. 1. desember 2020 11:54 Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. 12. október 2020 13:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Umhverfisráðherra dreifði í gær á Alþingi nýju frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og gerir ráð fyrir að mæla fyrir því á næstu dögum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að vernda þá náttúru sem er á þessu svæði. Hún er algjörlega einstök. Og á sama tíma getum við búið til gríðarleg efnahagsleg tækifæri fyrir byggðirnar í kringum landið, meðal annars með opinberum störfum og fyrir ferðaþjónustuna í landið í heild sinni. Bara með því einu að bæta ímynd Íslands með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þjóðgarðurinn yrði sá stærsti í Evrópu og næði yfir þrjátíu prósent landsins. Umhverfisráðherra telur sig hafa mætt sveitarfélögum á svæðinu í nýju frumarpi þar sem ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana hefur verið fellt brott. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerir ráð fyrir að mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari eða næstu viku.vísir/VIlhelm Sveitastjóri Bláskógabyggðar segir það ekki duga til. „Það er samt sem áður þannig að með þessum breytungu er verið að færa skipulagsvald og stjórnsýslu svæðisins frá lýðsræðislega kjörnum fulltrúum eins sveitarfélags til fulltrúa annarra sveitarfélaga og fulltrúa félagasamtaka og embættismanna,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gera fyrirvara við frumvarpið og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra birti í dag færslu þar sem hann segir að skýra þurfi valdheimildir sveitarfélaga í tengslum við málið. Stofnun hálendisþjóðgarðsins er hluti af stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar og mikið baráttumál Vinstri Grænna. Ljóst er þó af fyrirvörum Framsóknarflokksins að ekki er einhugur um málið innan stjórnarflokkanna. Guðmundur Ingi segir núvernadi útfærslu hafa orðið til eftir mikið samráð og telur þetta niðurstöðu sem flestir eigi að geta sætt sig við. „Við munum reyna allt sem við getum til að hafa sem flesta sátta en með jafn stórt verkefni er ég ekki að gera mér vonir um að hver einasti landsmaður verði á þeirri línu að gera þetta. En ég held nú og kannanir sýna að meirihluti landsmanna vilji stíga þetta skref,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. 1. desember 2020 11:54 Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06 Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. 12. október 2020 13:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. 1. desember 2020 11:54
Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. 16. nóvember 2020 22:06
Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. 12. október 2020 13:31
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent