„Ég var alltaf að fara að hafa samband við Inga þar sem við höfum unnið saman að nokkrum lögum í gegnum tíðina og ég tel hann einn af okkar allra bestu pródusentum. Svo einhvern veginn þröngvaði ég þessu að Svölu þegar hún mætti í viðtal í Brennslunni. Hún var sem betur fer mega til. Svala hefur beisíklí komið með jólin til landsmanna síðan hún söng Ég hlakka svo til þegar hún var þriggja ára. Punkturinn yfir i-ið er svo Bjössi Sax og hans hæfileikar á Saxafóninn. Hann er eiginlega bara fáránlega góður á þetta hljóðfæri. Þetta var skemmtilegt ferli og gaman fyrir mig að fá að vinna með þessu fólki. Ég viðurkenni það að ég hefði verið rosalega til í að heyra lagið Fullur um jólin sem átti að vera titilinn á laginu hans Rikka. Það kemur vonandi síðar.“
Hér að neðan má hlusta á lagið sjálft.