Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:03 Mikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðunum í janúar. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira