Dökkar samdráttartölur áfram í kortunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 11:42 Ferðamenn eru sjaldgæf sjón þessi misserin, sem vegur þyngst í tölum Hagstofunnar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hvergi er meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Hagfræðingur segir fyrirséð að tölurnar verði áfram dökkar. Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4 prósent að raungildi á þriðja ársfjórðungi 2020, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn má rekja til utanríkisviðskipta og vegur ferðaþjónustan þar þyngst, en hún dróst saman um 77 prósent. Um er að ræða mesta samdrátt í Evrópu, af þeim löndum sem hafa birt áætlanir sínar um þróun landsframleiðslu. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir varasamt að horfa of mikið í tölur einstakra ársfjórðunga. Snorri Jakobsson hagfræðingur.Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson „Það var náttúrulega gríðarlega mikið af ferðamönnum hér í fyrra og svo förum við næstum því í núllið, sem kemur mjög sterkt fram í tölunum. En þetta er allt saman í raun og veru stóra planið sem var lagt upp, það var að reyna að keyra hagkerfið áfram á sem mestum krafti með einkaneyslu og fjárfestingu, hvetja eins mikið til hennar eins og hægt væri,“ segir Snorri. Það muni hins vegar koma að skuldadögum. „En svo á einhverjum tímapunkti þá þurfum við að greiða það til baka, til að koma í veg fyrir fjölda atvinnuleysi og það væri náttúrulega bara skelfilegt eins og seðlabankastjóri hefur bent á, ef byggingariðnaðurinn færi að hrynja líka eða aðrir atvinnuvegir.“ Tölurnar komi ekki á óvart. „Við sjáum skýrt í þessum tölum, þessa stefnu sem stjórnvöld hafa tekið að það er að hvetja sem mest til neyslu og fólk neyti sem mest hérna heima, eyði sem mest og haldi ekki að sér höndum. Þá værum við bara með feitan mínus í vöruskiptunum.“ Ólíklegt sé að breytingar verði á næstu tölum, þó seinni hluti næsta árs verði að vonum bjartari. „Ég held að fjórði ársfjórðungur verði jafn dökkur og svartur eins og annar og þriðji - fyrsti ársfjórðungur verði það kannski líka, en við ættum að sjá betri tölur á öðrum þriðja og fjórða næsta árs,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4 prósent að raungildi á þriðja ársfjórðungi 2020, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn má rekja til utanríkisviðskipta og vegur ferðaþjónustan þar þyngst, en hún dróst saman um 77 prósent. Um er að ræða mesta samdrátt í Evrópu, af þeim löndum sem hafa birt áætlanir sínar um þróun landsframleiðslu. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir varasamt að horfa of mikið í tölur einstakra ársfjórðunga. Snorri Jakobsson hagfræðingur.Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson „Það var náttúrulega gríðarlega mikið af ferðamönnum hér í fyrra og svo förum við næstum því í núllið, sem kemur mjög sterkt fram í tölunum. En þetta er allt saman í raun og veru stóra planið sem var lagt upp, það var að reyna að keyra hagkerfið áfram á sem mestum krafti með einkaneyslu og fjárfestingu, hvetja eins mikið til hennar eins og hægt væri,“ segir Snorri. Það muni hins vegar koma að skuldadögum. „En svo á einhverjum tímapunkti þá þurfum við að greiða það til baka, til að koma í veg fyrir fjölda atvinnuleysi og það væri náttúrulega bara skelfilegt eins og seðlabankastjóri hefur bent á, ef byggingariðnaðurinn færi að hrynja líka eða aðrir atvinnuvegir.“ Tölurnar komi ekki á óvart. „Við sjáum skýrt í þessum tölum, þessa stefnu sem stjórnvöld hafa tekið að það er að hvetja sem mest til neyslu og fólk neyti sem mest hérna heima, eyði sem mest og haldi ekki að sér höndum. Þá værum við bara með feitan mínus í vöruskiptunum.“ Ólíklegt sé að breytingar verði á næstu tölum, þó seinni hluti næsta árs verði að vonum bjartari. „Ég held að fjórði ársfjórðungur verði jafn dökkur og svartur eins og annar og þriðji - fyrsti ársfjórðungur verði það kannski líka, en við ættum að sjá betri tölur á öðrum þriðja og fjórða næsta árs,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent