Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2020 22:12 Hraunból, eins og aðrir bæir á Brunasandi, reis við lindir og læki sem spruttu undan nýja hrauninu. Búið var í gamla bænum til ársins 2004. Nýja íbúðarhúsið fjær við hraunjaðarinn. Þar fyrir ofan sést Orustuhóll. Einar Árnason Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Minna hefur verið fjallað um nýja sveit sem varð til vegna eldgossins, Brunasand. Hún er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þessi yngsta sveit Íslands varð til eftir að hraunrennslið skóp búsetuskilyrði á svæði sem áður var óbyggilegur jökulsandur. Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eiga jörðina Hruna á Brunasandi. Þau eru meðal höfunda bókar um Brunasand, sem út kom fyrir fimm árum.Einar Árnason Tveir landsþekktir náttúruvísindamenn, hjónin Helgi Björnsson jöklafræðingur og Þóra Ellen Þórhallsdóttur grasafræðingur, fræða um einstaka myndunarsögu byggðar á Brunasandi. Þau segja jafnframt frá lífinu á jörðinni Hruna, sem þau eignuðust þegar hefðbundum búskap lauk þar. Hún var með þeim fyrstu sem byggðust á Brunasandi eftir að Skaftáreldum lauk. Þuríður Benediktsdóttir, atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps, býr á Hraunbóli.Einar Árnason Á jörðinni Hraunbóli rifjar Þuríður Benediktsdóttir upp mannlífið á Brunasandi þegar hún var þar ung stúlka í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hún og eiginmaður hennar, Birgir Teitsson arkitekt, segja frá nýju íbúðarhúsi sem þau hafa reist í hraunjaðrinum. Hreiðar Hermannsson sýnir okkur jörðina Orustustaði og segir frá sex milljarða króna framkvæmdum við hótel, sem hann boðar að verði stærsti vinnustaður Skaftárhrepps. Hreiðar Hermannsson lýsir útsýninu frá Orustustöðum þar sem hann reisir hótel. Til austurs horfir hann á Lómagnúp, Skeiðarárjökul og Öræfajökul og til vesturs á Mýrdalsjökul.Einar Árnason Pólsk hjón, Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, segja frá bleikjueldinu sem þau annast á Teygingalæk. Það byggir á vatninu sem rennur undan Brunahrauni. Bærinn Slétta er sá eini sem eftir er á Brunasandi með hefðbundnum búskap. Þar hittum við systkinin Páll Elíasson og Elínu Elíasdóttur og son hennar, Elías Ásgeirsson. Júlíana Þóra Magnúsdóttir þjóðfræðingur segir frá sögnum og munnmælum af Brunasandi og hvaða orustur eru sagðar skýra nafn Orustuhóls. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira