Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 15:03 Daníel Brandur Sigurgeirsson tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi „Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi. Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann. Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann.
Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira