Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 15:03 Daníel Brandur Sigurgeirsson tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi „Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi. Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann. Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Fjölmennasti hópurinn á listanum er „Brask og brall,“ en hátt í 160 þúsund manns eru í hópnum. Þá næst kemur hópurinn „Gefins, allt gefins!“ þar sem meðlimir eru um 114 þúsund talsins og sá þriðji fjölmennasti er hópurinn „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“ með hátt í 93 þúsund meðlimi samkvæmt samantektinni. Listann í heild sinni, sem Daníel birti fyrst fyrir viku síðan, má sjá í færslu hans hér neðar í fréttinni. Sjálfur er Daníel stofnandi Facebook-hópsins „Hver hendir svona,“ sem hann stofnaði fyrir vinkonu sína en í hópnum deilir fólk myndum af ótrúlegustu hlutum sem það finnur á nytjamörkuðum. „Þegar að sá hópur skreið yfir tíu þúsund þá fór ég að spá í því hvað ætli það séu í raun og veru margir hópar sem eru með yfir tíu þúsund meðlimum og fór að taka þetta saman,“ útskýrir Daníel. Þetta er þó ekki eini hópurinn sem Daníel stýrir sem kemst á listann en hann er jafnframt stjórnandi „Áhugahóps um endurvinnslu og endurnýtingu“ þar sem meðlimir eru vel yfir fimmtán þúsund. „Ég held ég geti sagt núna með nokkurri vissu að ég sé admin í sirka 2% af fjölmennustu íslensku hópunum, en ekki að það skipti neinu máli,“ segir Daníel léttur í bragði. Síðan hann birti listann hefur hann fengið fjölda ábendinga um fleiri fjölmenna hópa. „Ég man ekki hvort þetta voru rétt innan við fimmtíu en núna er þetta komið yfir 100 eða nær 110 hópar sem eru með tíu þúsund manns eða fleiri,“ segir Daníel. Hann segir ýmislegt forvitnilegt koma í ljós þegar listinn er skoðaður. „Það eru svo margir söluhópar sem eru að selja sömu hlutina, það eru nokkrir hópar þarna sem eru að selja bíla,“ segir Daníel sem telur að minnsta kosti átta hópa á listanum þar sem aðeins eru seldir bílar. „Svo er það náttúrlega nafnagiftir á hópum, það er mjög sérstakt oft,“ bætir hann við. „Það er áhugavert hvað það er sem að skiptir fólk máli, það eru augljóslega mjög margir hópar sem snúast um það að skiptast á hlutum. Hvort sem það er að selja eða gefa eða annað. Svo eru það áhugamannahóparnir, það eru hundahóparnir og kattahóparnir og gönguhópar og allt þetta. Þetta eru svona hópar sem eru að taka einhverja sérstaka hluti fyrir,“ segir Daníel sem síðast í morgun bætti við nýjum hópi á listann.
Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“