Bráðalæknar á nýrri samskiptamiðstöð „í beinni“ við heilbrigðisstarfsfólk út á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 21:58 Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Vísir/Egill Landspítalinn hefur sett á fót samskiptamiðstöð fjarheilbrigðisþjónustu til að bregðast við því að björgunarflug Landhelgisgæslunnar verður ekki tiltækt um helgina. Læknar í Reykjavík geta aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk úti á landi ef bráðatilfelli koma upp. Samskiptamiðstöðin var tekin í gagnið í gær á Landspítalanum í Fossvogi. Verkefninu var flýtt vegna stöðunnar sem kom upp hjá Landhelgisgæslunni þar sem björgunarflug liggur tímabundið niðri vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í vikunni. „Markmiðið er að bjóða uppá aukinn stuðning við heilbrigðisstofnanir landsins þegar bráðaatvik koma upp,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Að auki muni Landspítalinn útvega þyrlulæknum Landhelgisgæslunnar ökutæki til að keyra á móts við sjúkrabíla ef bráðatilfelli koma upp út á landi. Jón segir að þjónustan geti til að mynda nýst heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni ef og þegar bílslys verður. „Í slíkum tilfellum hafa sjúklingar verið sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar. En nú geta heilbrigðisstarfsmenn hringt í sérfræðilækninn okkar og fengið ráð á meðan verið er að koma sjúklingnum á spítala,“ segir Jón. Nýja samskiptamiðstöðin hefur þegar verið tekin í gagnið.Vísir/Egill Þá getur læknir í Reykjavík líka skoðað sjúklinginn eða gögn sem honum tengjast á sama tíma og það er gert út á landi. „Við getum þá skoðað sjúklinginn á sama tíma og heilbrigðisstarfsmaður gerir það út á landi og tekið ákvarðanir með viðkomandi um hvers konar sjúkdómur hrjáir einstaklinginn,“ segir Jón. Jón segir að farið verði að öllum persónuverndarreglum í ferlinu. Boðið verði áfram upp á þjónustuna á spítalanum. „Við vonumst til að þetta sé liður í því að bæta bráðaþjónustu um land allt,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „ Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Samskiptamiðstöðin var tekin í gagnið í gær á Landspítalanum í Fossvogi. Verkefninu var flýtt vegna stöðunnar sem kom upp hjá Landhelgisgæslunni þar sem björgunarflug liggur tímabundið niðri vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í vikunni. „Markmiðið er að bjóða uppá aukinn stuðning við heilbrigðisstofnanir landsins þegar bráðaatvik koma upp,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Að auki muni Landspítalinn útvega þyrlulæknum Landhelgisgæslunnar ökutæki til að keyra á móts við sjúkrabíla ef bráðatilfelli koma upp út á landi. Jón segir að þjónustan geti til að mynda nýst heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni ef og þegar bílslys verður. „Í slíkum tilfellum hafa sjúklingar verið sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar. En nú geta heilbrigðisstarfsmenn hringt í sérfræðilækninn okkar og fengið ráð á meðan verið er að koma sjúklingnum á spítala,“ segir Jón. Nýja samskiptamiðstöðin hefur þegar verið tekin í gagnið.Vísir/Egill Þá getur læknir í Reykjavík líka skoðað sjúklinginn eða gögn sem honum tengjast á sama tíma og það er gert út á landi. „Við getum þá skoðað sjúklinginn á sama tíma og heilbrigðisstarfsmaður gerir það út á landi og tekið ákvarðanir með viðkomandi um hvers konar sjúkdómur hrjáir einstaklinginn,“ segir Jón. Jón segir að farið verði að öllum persónuverndarreglum í ferlinu. Boðið verði áfram upp á þjónustuna á spítalanum. „Við vonumst til að þetta sé liður í því að bæta bráðaþjónustu um land allt,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „ Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Öryggi landsmanna ógnað Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. 27. nóvember 2020 09:01