Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 15:05 Mynd af vettvangi frá Fars fréttaveitunni í Íran. Sú er talin tengjast herafla landsins. Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum. Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum.
Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49
Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49
Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47