Helsti kjarnorkuvísindamaður Írans ráðinn af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 15:05 Mynd af vettvangi frá Fars fréttaveitunni í Íran. Sú er talin tengjast herafla landsins. Einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur en Ísraelar hafa sagt hann hafa stýrt leynilegri kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum. Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður Írans og yfirmaður í her landsins, var myrtur í árás skammt frá Tehran, höfuðborg landsins, í dag. Svo virðist sem að bíl sem hann var í hafi orðið fyrir sprengjuárás og svo skothríð. Fakhrizadeh og aðrir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að að Fakhrizadeh hafi verið myrtur og segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Fréttaveita í eigu íranska ríkisins hefur eftir vitnum að þrír eða fjórir hafi dáið í árásinni. Fars segir að fyrst hafi sprengja sprungið og svo hafi tvö teymi hryðjuverkamanna í bílum hafið skothríð á bíl Fakhrizadeh. Lífverðir Fakhrizadeh eru sagðir vera meðal hinna látnu. Ekki er vitað hvað varð um árásarmennina. Nánar tiltekið átti árásin sér stað í bænum Absard sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá Tehran. Þar eru glæsihús sem notuð eru af mörgum af æðstu embættismönnum Írans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Looks like the Mohsen Fakhrizadeh-Mahabadi, a former #IRGC brigadier general and regarded as the father of the Iranian #nuclear program, was shot and killed. pic.twitter.com/HEGLToR80T— Disclose.tv (@disclosetv) November 27, 2020 Heita hefndum Byltingarverðir Írans, her landsins, hefur heitið því að hefna fyrir dauða vísindamannsins, samkvæmt Times of Israel. Spjótin munu án efa beinast að Ísrael vegna árásarinnar og er rifjað upp í frétt TOI að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi árið 2018 sagt opinberlega að Fakhrizadeh, væri yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Þá sagði forsætisráðherrann að yfirvöld í Íran hefðu unnið að þróun kjarnorkuvopna í leyni í langan tíma. Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Í grein Fars segir að íranskir kjarnorkuvísindamenn hafi áður verið skotmörk útsendara Ísrael. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir árásina bera merki Ísrael og að hún sýni fram á örvæntingu ísraela. Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice with serious indications of Israeli role shows desperate warmongering of perpetratorsIran calls on int'l community and especially EU to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020 Hossein Dehghan, ráðgjafi Ali Khameini, leiðtoga Írans, tísti nýverið viðvörun sem virðist beinast að Ísrael og Donald Trump. Hann sagði að nú virtist sem að síonistarnir ætluðu sér að auka þrýstingin á Íran undir lok pólitísks lífs bandamanns þeirra. Hann sagði þar að auki að Íran myndir bregðast við og falla á morðingja Fakhrizadeh eins og elding. Þeir myndu sjá eftir aðgerðum sínum.
Íran Andlát Tengdar fréttir Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49 Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir. 25. nóvember 2020 15:49
Segir að árás frá Íran yrði svarað þúsundfalt Yfirvöld í Íran hafa varað Bandaríkin við því að „gera mistök“ eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði Íran á Twitter. 15. september 2020 10:49
Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47